top of page
Search

Miklar líkur á að lögbanni verði hnekkt

  • Writer: lausnir
    lausnir
  • Oct 17, 2017
  • 1 min read

Einar Gautur Steingrímsson hrl. var gestur morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun og ræddi þar lögbann sem sýslumaður lagði á frettir eða aðra umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum sem lekið var úr þrotabúi Glitnis.

Að mati Einars er ekki ólíklegt að lögbanninu verði hnekkt með dómi þar sem að lögbannið er of víðtækt miðað við skilyrði í lögum. Lögbann megi leggja á byrjaðri eða yfirvofandi athöfn, ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir það sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Telur Einar Gautur að lögin heimili því ekki að setja lögbann á allar fréttir eða fréttaumfjöllun um tiltekin gögn sem koma frá gamla Glitni.

Fjallaði Einar um tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig það ákvæði gengur framar almennum lögum, eins og t.d. bankaleynd. Þá er réttur almennings til upplýsinga sérstaklega mikilvægur nú í aðdraganda kosninga, enda geta slíkar upplýsingar haft áhrif á það hvernig menn kjósa.

Viðtalið má heyra hér með því að ýta á þennan link:


 
 
 

Comments


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Lausnir lögmannsstofa

Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin við Faxafen), 108 Reykjavík
Netfang: lausnir@lausnir.is
Sími: 563-1800 | Fax: 563-1801

  • Facebook Social Icon
bottom of page