top of page

Einstaklingslausnir

Einstaklingslausnir
Skuldamál

Skuldir heimila og einstaklinga í landinu eru gríðarlegar.  Oft verða breytingar á tekjum fólks eða menn verða fyrir fjárhagslegum áföllum.
 
Lausnir lögmannsstofa hefur hjálpað mörgum viðí að endurskipuleggja fjármál sín, semja við lánardrottna eða leita annarra leiða til að koma á varanlegri lausn á vandanum.  

Fjölskyldumál

Lausnir lögmannsstofa veitir lögfræðiaðstoð við hjónaskilnaði, skipti á dánarbúum, forræðis- og umgengnisdeilur, mál út af lögræði og í raun og veru á öllum sviðum fjölskyldumála
 

Vinnumál

Oftast ganga samskipti launamanna og atvinnurekenda vel.  Stundum koma upp deilur um starfskjör og starfslok, uppsagnir o.fl.
 
Lausnir lögmannsstofa gerir sér far um að tryggja rétt launamanna við slíkar aðstæður.

Slysa- og tjónamál

Þegar slys og sjúkdóma ber að höndum hrynur oft tilveran hjá fólki.  Þá er fólk oft verst í stakk búið til að gæta hagsmuna sinna.
 
Lausnir lögmannsstofa sérhæfir sig í að aðstoða fólk í svona málum og reynir að árangurstengja vinnuna þannig að fólk þurfi ekki að óttast háan lögfræðikostnað ef það ber lítið úr býtum.

Sakamál

Sakamál eru mál sem höfðuð eru af hinu opinbera, nánar tiltekið ákæruvaldinu, á hendur einstaklingum eða lögaðilum til refsingar. Þetta eru svokölluð opinber mál.
 
Sakborningar í slíkum málum eiga rétt á verjanda og brotaþolar geta átt rétt á réttargæslumanni.
 

 

Skattamál

Enginn kemst hjá því að greiða skatta. Samskipti við skattyfirvöld geta verið flókin og erfið og ýmsar lögfræðilegar spurningar geta  vaknað við sölu á eignum og tilfærslu eigna. 
 
Lausnir lögmannsstofa veitir aðstoð við öll samskipti við skattyfirvöld og veitir alhliða ráðgjöf er varðar skattamál einstaklinga og einstaklinga með atvinnurekstur.

 

bottom of page