top of page

Fasteignalausnir

Fasteignalausnir
Fasteignakaup

Við fasteignakaup er oft mikið undir hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
 
Við veitum ráðgjöf, leysum úr málum þegar ágreiningur kemur upp og aðstoðum við hvað eina tengt fasteignakaupum.

Fjöleignarhús

Lausnir lögmannsstofa aðstoðar húsfélög við samninga við verktaka, halda húsfundi, innheimtu krafna og veitir hvers konar ráðgjöf um fjöleignarhús.
 

Gallamál

Oft koma í ljós álitamál um hvort kaupandi eigi gallakröfur á seljanda.  Við aðstoðum þá sem telja sig órétti beitta, hvort sem það er kaupandi eða seljandi. 
Við leitum lausna á ágreiningi.  Ef þurfa þykir rekum við ágreiningsmál fyrir dómstólum.

Umhverfismál

Umhverfismál eru æ fyrirferðarmeiri í þjóðfélaginu. Miklir hagsmunir eru undir, annars vegar að ekki sé gengið á umhverfið og hins vegar að eigendur fasteigna geti hagnýtt þær sem best og haft af þeim sem mestan arð.  
 
Lausnir lögmannsstofa sérhæfir sig í umhverfismálum. 

Auðlindamál

Gríðarlegar auðlindir eru fólgnar í fasteignum á Íslandi, í ám og vötnum, jarðhita o.m.fl.
 
Lausnir lögmannsstofa sérhæfir sig í þessum málaflokki.

Fjármögnun

Oft eru fasteignakaup dýr og fjármagnsfrek.  Miklu skiptir að vaxtakjör séu hagstæð.  
 
Við aðstoðum fólk við að leita fjármögnunar, einkum þegar um stóra og flókna samninga er að ræða.

Annað sem tengist fasteignum

Fasteignum tengjast ýmis álitaefni, s.s. um landamerki, umferðarrétt, skyldur til að reisa girðingar, sameiginleg beitarlönd, sameign margra einstaklinga og svo mætti lengi telja.
 
Lausnir lögmannsstofa tekur að sér að leysa úr álitaefnum sem koma upp í þessu sambandi. 

bottom of page