top of page

Fyrirtækjalausnir

Fyrirtækjalausnir
Bankaréttur

Veitt er margvíslega ráðgjöf á sviði fjármálaréttar og í tengslum við bankastarfsemi og verðbréfaviðskipti, hvort sem er til einstaklinga eða fyrirtækja.
 
Þá miðla lögmenn stofunnar til viðskiptamanna sinna þekkingu og reynslu á sviði skuldaskila og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja, og veita ráðgjöf á eftirtöldum sviðum:
Ágreiningsmál vegna gjaldþrota- eða slitameðferðar.


Ráðgjöf í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu
Greiðslustöðvun
Nauðasamningar
Endurheimt verðmæta

Samkeppnisréttur

Álitsgerðir á sviði samkeppnisréttar
Fræðsla og upplýsingagjöf vegna samkeppnislaga
Svör við fyrirspurnum frá samkeppnisyfirvöldum
Gerð samrunatilkynninga og öll umsýsla samrunamála
Hagsmunagæsla vegna erinda til Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnishamlndi hegðunar keppinauta eða opinberra aðila.


Hagsmunagæsla gagnvart Samkeppniseftirliti vegna fyrirspurna, rannsókna og andmælaskjala
Málarekstur fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum

Vinnuréttur

Aðstoð er veitt á sviði vinnumarkaðsréttar frá öllum hliðum, hvort sem um er að ræða starfsmenn, atvinnurekendur eða stéttarfélög.
 
Gefin er ráðgjöf í tengslum við réttarstöðu starfsmanna (launþega og verktaka) sem og vinnuveitenda, til að mynda við túlkun og gerð ráðningarsamninga og starfslokasamninga.
 
Hafa starfsmenn stofunnar mikla reynslu af gæslu af hagsmuna fyrir starfsmenn, stéttarfélög og vinnuveitendur fyrir dómstólum.
 

 

Samningaréttur

Samninga- og skjalagerð af ýmsu tagi og hvers konar ráðgjöf á sviði samningaréttar.
 
Lögmenn stofunnar taka einnig að sér hagsmunagæslu og málflutning fyrir dómstólum vegna ágreinings sem kann að rísa vegna túlkunar samninga eða efnda á samningum. 

Slysa- og tjónamál

Lögmenn Lausna lögmannsstofu búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar og breytir ekki hvort um sé að ræða tjón á mönnum, munum eða fasteignum.
Skrifstofan annast tjónauppgjör fyrir fjölda vátryggingarfélaga víða um Evrópu.


 

Bótaréttur

Lausnir lögmannsstofa aðstoða fyrirtæki í bótauppgjöri hvort sem á þau þurfa að sækja hann annað eða á þau er sótt, hvort sem er á grundvelli almennrar skaðabótareglna eða uppgjör í tengslum við samninga. 
 


bottom of page