

Bætur greiddar fyrir að sæta rannsóknaraðgerðum lögreglu
Í 228. gr. laga um meðferð sakamála er mælt fyrir um rétt manns til að fá greiddar bætur ef hann hefur verið borinn sökum í sakamáli og mál hans var fellt niður eða hann sýknaður með endanlegum dómi.
Bætur eru dæmdar fyrir beitingu þvingunaraðgerða lögreglu á rannsóknarstigi, þ.e. haldlagningu, sem er úrræði lögreglu til að leggja hald á muni í eigu eða vörslu sakbornings í þágu rannsóknar máls, leit og líkamsrannsókn, hvort sem er líkamsleit eða húsleit, símhlustun og önnur