

Dæmdur í sex mánaða fangelsi án þess að vita af því
Sara Pálsdóttir ritar: Um allan heim eru mannréttindi fótum troðin. Þrátt fyrir að við hér á Íslandi séum framarlega þegar kemur að vernd mannréttinda, má margt bæta. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu er fjallað um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í þessu felst að þegar kveða á um réttindi og skyldur manns eða sök hans, ef hann er borinn sökum um refsivert brot, skuli hann eiga rétt til að: – fá skorið úr um sekt eða sakle