
Miklar líkur á að lögbanni verði hnekkt
Einar Gautur Steingrímsson hrl. var gestur morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun og ræddi þar lögbann sem sýslumaður lagði á frettir eða aðra umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum sem lekið var úr þrotabúi Glitnis. Að mati Einars er ekki ólíklegt að lögbanninu verði hnekkt með dómi þar sem að lögbannið er of víðtækt miðað við skilyrði í lögum. Lögbann megi leggja á byrjaðri eða yfirvofandi athöfn, ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir það sennilegt að athöfni