
Fjölskyldur líða fyrir áhugaleysi stjórnvalda
Undirrituð er lögmaður og starfar einkum á sviði fjölskyldu- og barnaréttar. Undir þann málaflokk falla m.a. forsjár- og umgengnismál. Vilji foreldri barns t.d. fá aukna umgengni eða bara einhverja umgengni við barn eða fá forsjá breytt, annað hvort í sameiginlega eða fulla forsjá, er því skylt samkvæmt barnalögum að sækja um slíka breytingu hjá fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, áður en unnt er að höfða dómsmál. Ófremdarástand vegna málafjölda og manneklu rí