

Færð þú skuldir í arf?
Þegar ástvinur fellur frá eru tvær leiðir færar þegar kemur að skiptum úr búi hins látna. Unnt er að fá leyfi hjá sýslumanni til einkaskipta ef allir erfingjar eru sammála um það hvernig eignum og skuldum dánarbúsins verður skipt. Ef ekki næst samkomulag um slíkt þurfa að fara fram opinber skipti á dánarbúinu. Náist samkomulag um einkaskipti bera erfingjar allir ábyrgð á skuldum hins látna, líka þeim sem þeim kann að vera ókunnugt um. Þá erfast einnig ábyrgðir hins látna sem