top of page

Fæðingarorlof og óréttlæti stjórnvalda

Notes ACF <meta http-equiv="Content-Type" content="text/html charset=utf-8">

StartFragment

Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum ákváðu stjórnvöld nýlega að hækka hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði úr 370 þúsund í 500 þúsund krónur. Hækkunin tók gildi 15. október síðastliðinn. Þessi hækkun er langþráð og ber að fagna enda hafa kjör foreldra í fæðingarorlofi verið knöpp frá hruni. Hins vegar er einkennilegt hvernig staðið var að þessari hækkun því hennar njóta aðeins foreldrar barna sem fæddust eftir 15. október. Foreldrar sem eignuðust barn fyrir þau tímamörk og eru enn í fæðingarorlofi fá enga hækkun og eru því áfram á lægri launum. Með öðrum orðum; foreldrar í fæðingarorlofi fá greitt út úr sjóðnum á grundvelli mismunandi reglna, þrátt fyrir að hafa greitt í sjóðinn eftir sömu reglum. Allir foreldrar hafa greitt ákveðna prósentu af launum sínum í tryggingasjóð, sem fjármagnar fæðingarorlofssjóð. Með þessum greiðslum hafa foreldrar áunnið sér rétt til greiðslna úr sjóðnum við fæðingu barns. Að mínu mati er í anda jafnræðisreglu að allir foreldrar sem eru í fæðingarorlofi þegar breytingin tekur gildi, fái sömu hækkun. Þessi hækkun skiptir sköpum. Tökum dæmi um tvö pör. Par A eignaðist barn 14. október og par B þann 15. október. Allir foreldrar eru með sömu laun og eiga rétt á hámarksgreiðslum úr sjóðnum og ætla að fullnýta fæðingarorlofsrétt sinn. Þannig verða bæði pörin í fæðingarorlofi á sama tíma fyrir utan einn dag. Samkvæmt lögum eiga foreldrar rétt á samtals 9 mánaða fæðingarorlofi. Par A fær kr. 3.330.000 í fæðingarorlofsgreiðslur á þessu tímabili, meðan par B fær kr. 4.500.000 á nákvæmlega sama tímabili, þrátt fyrir að par A og B hafi greitt jafn mikið af launum sínum í sjóðinn.

EndFragment

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page