top of page

Færð þú skuldir í arf?


Þegar ástvinur fellur frá eru tvær leiðir færar þegar kemur að skiptum úr búi hins látna. Unnt er að fá leyfi hjá sýslumanni til einkaskipta ef allir erfingjar eru sammála um það hvernig eignum og skuldum dánarbúsins verður skipt. Ef ekki næst samkomulag um slíkt þurfa að fara fram opinber skipti á dánarbúinu.

Náist samkomulag um einkaskipti bera erfingjar allir ábyrgð á skuldum hins látna, líka þeim sem þeim kann að vera ókunnugt um. Þá erfast einnig ábyrgðir hins látna sem kunna að vera til staðar á skuldbindingum annarra. Mikilvægt er því að kanna vel skuldir og mögulegar ábyrgðir sem hinn látni á eða hefur gengist við.

Sé það ekki gert geta erfingjar átt von á því að fá innheimtubréf eða vera stefnt fyrir dóm árum eða jafnvel áratugum eftir andlát arfleifandans. Algeng mál af þessu tagi eru t.d. ábyrgðir á námsskuldum sem hafa gengið í arf, oft erfingjum óafvitandi. Það getur verið mikið áfall fyrir einstakling að fá skyndilega innheimtubréf frá LÍN þar sem viðkomandi er rukkaður um margar miljónir. Stundum áttar fólk sig fyrst þá á því að það hafi fengið námsskuldir einhvers fjarskylds ættingja í arf frá foreldri sínu.

Slík mál þarf alltaf að skoða gaumgæfilega og athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að taka til varna. Óvarlegt getur verið að greiða inn á skuldir án þess að skoða hvort greiðsluskylda sé raunverulega fyrir hendi, því slíkt gæta orðið til þess að viðkomandi viðurkennir greiðsluskyldu sem annars væri hugsanlega ekki fyrir hendi.

Náist hins vegar ekki samkomulag um einkaskipti fara fram opinber skipti á dánarbúinu að kröfu sýslumanns. Í slíkum tilvikum eru skuldir hins látna greiddar með eignum búsins, ef einhverjar eru og eru erfingjar ekki taldir bera ábyrgð á skuldbindingum hins látna.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page