top of page

Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi

Með lögum nr. 19/2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Er þetta í annað skipti sem alþjóðlegum mannréttindasáttmála hefur verið veitt beint lagalegt gildi hér á landi, hinn sáttmálinn er mannréttindasáttmáli Evrópu sem var lögfestur árið 1994. Af þessu leiðir að barnasáttmálanum verður beitt hér á landi um hagsmuni og mannréttindi barna með sama hætti og t.d. barnalögum eða öðrum íslenskum lögum.

Árið 2011 ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að setja á stofn kæruleið fyrir börn og fulltrúa þeirra sem telja að aðildarríki hafi brotið á rétti barnsins samkvæmt ákvæðum barnasáttmálans. Til að þegnar ríkis geti nýtt sér þessa kæruleið verður viðkomandi aðildarríki m.a. að vera aðili að þriðju valfrjálsu bókuninni við sáttmálann.

Því miður er Ísland ekki eitt þeirra ríkja sem undirritað hefur valkvæða bókun um kæruleið til barnaréttarnefndar SÞ. Þótt íslensk stjórnvöld hafi stigið gríðarlega mikilvægt og gott skref í átt að aukinni mannréttindavernd barna með lögfestingu sáttmálans, verða stjórnvöld að stíga skrefið til fulls og fullgilda bókunina og opna þannig fyrir kæruleið barna og fulltrúa þeirra til barnaréttarnefndar SÞ. Með þeim hætti verður réttarvernd barna á Íslandi enn ríkari, og viðbúið að stjórnvöld og dómstólar, þegar þau hafa til meðferðar mál er varða hagsmuni barna, munu vanda sig meira við að framfylgja þeim reglum sem felast í barnasáttmála SÞ. Skorað er á stjórnvöld að tryggja betri mannréttindavernd barna með því að fullgilda bókun um kæruleið barna til barnaréttarnefndar SÞ.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page